Hátíð í minningu Stjörnu-Odda

Á sumarsólstöðum, laugardaginn 20. júní 2020, verður haldin sólstöðuhátíð til minningar um Stjörnu-Odda Helgason, sem var samkvæmt heimildum vinnumaður í Múla í Aðaldal skömmu eftir 1100. Hann er þekktur fyrir texta um sólargang, sem eftir hann liggur og nefnist Odda tala.

SO_frímerki
Þetta frímerki var gefið út á ári stjörnufræðinnar 2009. Myndefnið vísar til sólargangsmælinga Stjörnu-Odda. Hönnuður: Örn Smári Gíslason.

Hátíðin hefst kl. 13:00 með því að afhjúpaður verður minnisvarði um Odda á Grenjaðarstað, en að því loknu verður haldið málþing að Ýdölum kl. 14:00:

Dagskra

Undirbúningur hátíðarinnar hefur verið í höndum þeirra Einars H. Guðmundssonar, Sævars Helga Bragasonar, Þorsteins Vilhjálmssonar og Þóris Sigurðssonar auk fulltrúa frá Þingeyjarsveit og Norðurþingi. Ýmsar stofnanir og félög hafa kostað gerð minnisvarðans, sem Örn Smári Gíslason myndlistarmaður hefur hannað. Steinsmiðja Akureyrar hefur séð um smíði og frágang.

Hér má sjá formlega tilkynningu undirbúningsnefndar um sólstöðuhátíðina.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í hátíðahöldunum eru vinsamlegast beðnir  um að skrá sig hér. Það er aðallega til þess að gestgjafar geti tryggt nægjanlegan fjölda sæta og viðunandi magn veitinga.

 

Nánari upplýsingar um Stjörnu-Odda og verk hans má finna í stuttu ágripi, Minnisblað um Stjörnu-Odda, eftir Þorstein Vilhjámsson, og jafnframt á vefsíðunni Stjörnu-Oddi Helgason.

solstice_equinox
Táknræn  mynd um göngu sólar á hvelfingunni á sumarsólstöðum (summer solstice), jafndægrum (equinoxes) og vetrarsólstöðum (winter solstice). Hún sýnir  jafnframt sjóndeildarhringinn (horizon) og áttirnar til sólarupprásar (E), hásuðurs (south, þar sem sólin er á sönnu hádegi) og sólseturs (W). Allt séð frá athuganda á yfirborði jarðar, sem staddur er þar sem allar stefnulínurnar koma saman.  Hæðarmunurinn 47 = 2 x 23,5 gráður stafar af því að hornið milli miðbaugs og jarðbrautarsléttunnar er 23,5 gráður. — Nánari upplýsingar er að finna í grein Þorsteins Sæmundssonar frá 2018: Um árstíðir og sólargang. —  Mynd: Veraldarvefurinn.

 

Samstarfsaðilar:

Árnastofnun

Halla Kristín Einarsdóttir

Háskóli Íslands

Háskólinn á Akureyri

Menntaskólinn á Akureyri

Norðurþing

Raunvísindastofnun Háskólans

Steinsmiðja Akureyrar

Stjarnvísindafélag Íslands

Stjörnu-Odda-félagið

Stjörnu-Oddi ehf

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness

Vísindafélag Norðlendinga

Þingeyjarsveit

Örn Smári Gíslason

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s